HALO Kaffi


Skráðu þig inn til að sjá verð

Halo-hylkin eru hönnuð til þess að gefa neytendum sjálfbæran valkost þegar kemur að eðlakaffi. Í grunninn er það loforðið okkar – gæðakaffi sem er líka gott fyrir heiminn.

Árið 2018 voru 60 milljón kaffihylki framleidd í heiminum og með þeim jókst ál- og plastúrgangur að sjálfsögðu líka. Þessi 60 milljón hylki bættust við þau sem til eru fyrir og verða með okkur næstu 500 árin.

Þegar heimurinn stendur frammi fyrir því að geta ekki losað sig við rusl kom ekki til greina að sitja hjá og reyna ekki að bæta um betur. Við vildum því finna leið til þess að draga úr sóun í kaffihylkjaframleiðslu, finna leið til þess að skora á hefðbundnar framleiðsluleiðir og bjóða lausn sem hentar heiminum jafnvel og hún hentar fólki sem elskar gott kaffi. Þetta varð upphafið af sjálfbæru og vistvænu Halo-hylkjunum.

Við reynum að draga úr neikvæðum áhrifum kaffihylkja með því að framleiða hylki sem eru gerð úr sykurreyr sem fellur til við sykurframleiðslu og brotna því að fullu niður í náttúrunni. Hylkin geta brotnað niður á aðeins 28 dögum í safnhaugum og þannig getum við boðið hylkjakaffi sem kostar heiminn ekkert.


Skoða má þetta allt miklu betur á heimasíðu HALO á Íslandi:  https://is.halo.coffee/

 

Tegundir: 
MINUS: (Koffeinlaust) Apríkósur, Plómur, Sítróna, Bergamía og Svart Te. ESPRESSO
HONDURAS: Sterkt - Valhnetur, Malt og Mjólkursúkkulaði. ESPRESSO
THREE MOUNTAINS: Mildur - Hnetur, Súkkulaði, Ber og Melassi. ESPRESSO
LUNGO: Miðlungs - Hnetur & Súkkulaði. LUNGO
DATERRA MOONLIGHT: Miðlungs - Karamellu, Pekan-Hnetur, Þurrkuð Kissuber og Kryddað súkkulaði. ESPRESSO
PACAMARA: Miðlungs - Plómur, Ástaraldin, Múskat og Greipaldin. ESPRESSO
RISTRETTO: Sterkt - Súkkulaði, Karamella, Steinaldin og Þurrkuð Ber. ESPRESSO
INDIAN PARCHMENT: Sterkt - Malt, Karamella og Ristaður Sedrusviður. ESPRESSO