SKILMÁLAR

Vilji viðskiptavinur hætta við pöntun eftir að hafa staðfest pöntun er best að senda okkur póst á netfangið [email protected]. Ef póstur um afpöntun vöru berst sama dag og vara er pöntuð bakfærum við pöntunina. Ef vara hefur verið send af stað gerum við okkar besta til þess að koma til móts við viðskiptavini og endurgreiðum vöru að fullu að frátöldum sendingarkostnaði gegn því að vöru sé skilað.

Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til okkar óopinni og ónotaðri innan 5 daga frá afhendingu. Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur greiðir allan kostnað við að koma vörunni aftur til okkar. Sendið okkur póst á [email protected] og við finnum út úr þessu saman.

Ef viðskiptavinur fær ranga vöru afgreidda endurgreiðum við vöruna að fullu ásamt sendingarkostnaði. Einungis er hægt að skila röngum vörum sem eru óopnaðar og ónotaðar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að athuga hvort rétt vara hafi verið afhend áður en vara er opnuð. Sé þess óskað afgreiðum við rétta vöru eftir að röng vara hefur borist okkur, allur aukakostnaður við sendingu á réttri vöru er viðskiptavini að kostnaðarlausu.

Skil, villur & gallar:
1. Ef vöru er skilað innan 5 daga eftir afhendingu er mögulegt að fá vöru endurgreidda eða skipt. Sé vöru skilað greiðir viðskipavinur allan sendingarkostnað nema þegar um er að ræða galla eða villu í pöntun af hálfu DUFLAND. Varan verður að vera í upprunalegu ástandi, ónotuð og óopnuð.

2. Sé vara gölluð eða galli komi í ljós við fyrstu notkun, fæst henni skipt fyrir sömu vöru nema hún sé ekki lengur til á lager. Þá er sambærileg vara afhent í staðinn.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að athuga hvort vara sé gölluð við afhendingu og fyrstu notkun.

3. Þegar vöru er skilað verður viðskiptavinur að senda hana til okkar vel innpakkaðri ásamt nafni og öðrum viðeigandi upplýsingum. Viðskiptavinur verður að útvega eintak af upprunalegu kvittuninni, tilgreina hvert vandamálið sé og hvað hann vill að við gerum. DUFLAND er ekki ábyrgt fyrir tapaðri eða týndri vöru við sendingu frá viðskiptavinum.

4. Ef misræmi er á milli fjölda afhentra vara og pöntun, þarf að tilkynna það innan við 5 daga eftir að pöntun hefur borist. Ef engin athugasemd er gerð innan 5 daga við magn afhendra vara telst pöntun samþykkt.

5. DUFLAND tekur við skilum á vörum sem eru útrunnar eða nálægt “best fyrir” dagsetningu, þó með skilyrðum. DUFLAND endurgreiðir að fullu vörur allt að 50 stk á mánuði eða 600 stk á ári. Ef skil á vörum sem eru útrunnar eða nálægt “best fyrir” dagsetningu fer yfir það magn er aðeins endurgreitt 50% af kaupverði.

Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Við fögnum öllum athugasemdum um þessa skilmála og erum alltaf til í að endurskoða stefnu okkar með því markmiði að veita sem besta þjónustu. Allar athugasemdir vegna skilmála DUFLAND skal senda á [email protected]

Shopping cart

0

Engar vörur í körfunni.

Enter your search & hit enter