Dufland Heildsala leggur mikinn metnað í að veita viðskiptavinum góða og hraða þjónustu um land allt. Vöruhús Dufland Heildsölu er staðsett í Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík. Í boði er að velja um að sækja í vöruhús, dagkeyrslu (12-16) eða kvöldkeyrslu (18-22), hvort sem hentar þínu fyrirtæki betur. Einnig sendum við með Flytjanda á landsbyggðina. Boðið er upp á eftirfarandi þrjár leiðir við vöruafhendingu:
1. Sótt í vöruhús
Vöruafhending í vöruhúsi er alla virka daga milli kl 8 til 15:30. Pantanir sem berast fyrir kl. 12:00 eru afgreiddar samdægurs. Viðskiptavinir fá tilkynningu um leið og vörur er tilbúin til afhendingar. Sótt er í afgreiðslu Gorilla Vöruhús.
Gorilla Vöruhús
Vatnagörðum 22
104 Reykjavík
2. Höfuðborgarsvæðið: Kvölddreifing – keyrt milli 18-22
(Afhent samdægurs ef pantað er fyrir kl 12:00)
Dufland býður uppá fríar* sendingar til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir sem berast fyrir kl 12:00 eru afhentar samdægurs. DROPP sér um að keyra út og afhenda vörur milli kl 18 til 22 alla virka daga.
3. Höfuðborgarsvæðið: Dagdreifing – keyrt milli 10-17
(Afhent daginn eftir ef pantað er fyrir kl 12:00)
Dufland býður uppá fríar* sendingar til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir fyrir dagdreifingu sem berast fyrir kl 12:00 eru afhentar daginn eftir. DROPP sér um að keyra út og afhenda vörur milli kl 10 til 16 alla virka daga.
4. Suðvesturhorn: DROPP Kvölddreifing á suðvesturhorni keyrt milli 18-22
(Afhent samdægurs ef pantað fyrir kl 12:00)
Allt Reykjanes, Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri, Hella, Hvolsvelli, Akranes. Frí sending* til fyrirtækja á suðvesturhorninu. Pantanir þurfa að berast fyrir kl 12:00 til að vera afhentar samdægurs.
5. Landsbyggðin með Flytjanda
Dufland býður uppá fríar* sendingar til viðskiptavina um allt land. Pantanir sem berast fyrir kl 12:00 berast með Flytjanda til viðskiptavina venjulega næsta virka dag.
————————————————————————————-
*sendingarkostnaður við vörupantanir yfir 70.000 kr án vsk er frír.
Vilji viðskiptavinur hætta við pöntun eftir að hafa staðfest pöntun er best að hafa samband með vefpósti ([email protected]). Ef vara hefur ekki verið send af stað er mögulegt að bakfært pöntunina og endurgreiða að fullu. Athugið að Dufland leggur áherslu á skjóta þjónustu við viðskiptavini sína, við sendum vörur frá okkur daglega og því þarf slík tilkynning að berast sem fyrst. Ef pöntun hefur verið afgreidd og send af stað greiðir viðskiptavinur sendingarkostnaðinn kjósi hann að hætta við pöntun. Vörur eru ekki endurgreiddar fyrr en þær berast vörulager.
Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til okkar óopinni og ónotaðri innan 5 daga frá afhendingu. Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur greiðir sendingakostnaðinn ef viðkomandi sendir vöruna til baka.
Ef viðskiptavinur fær ranga vöru afgreidda endurgreiðum við vöruna að fullu við skil ásamt sendingarkostnaði eða sendum viðskiptavini rétta vöru eftir að varan hefur skilað sér til okkar.